Denver Nuggets og Orlando Magic unnu leiki sína í NBA í nótt og eru bæði lið enn í toppbaráttunni í sínum deildum, Denver í vestrinu og Orlando í Austrinu.
Orlando vann nágranna sína í Miami Heat í framlengdum leik, en lokatölur urðu 108-102. Magic voru með leikinn í hendi sér en hleypu Heat aftur inn og þurftu sjálfir að jafna til að komast í framlenginguna. Þar tryggði Rashard Lewis sigurinn með laglegri þriggja stiga körfu þegar um hálf mínúta var eftir.
Vince Carter var með 27 stig fyrir Magic, en Dwayne Wade var með 36 fyrir Heat.
Ekki var sama spennan í leik Denver og New Orleans Hornets sem lauk 93-80. Carmelo Anthony átti stórgóðan leik þar sem hann skoraði 26 stig og tók auk þess 18 fráköst.



