spot_img
HomeFréttirOrlando vann Flórídaslaginn: 12 í röð hjá Spurs

Orlando vann Flórídaslaginn: 12 í röð hjá Spurs

 
Leikur næturinnar í NBA deildinni var viðureign Orlando Magic og Miami Heat, Flórídaslagur og til að gera langa sögu stutta máttu meistaraefnin í Heat þola sitt þriðja deildartap í röð. Lokatölur leiksins voru 104-95 Orlando í vil. Alls fóru 11 leikir fram í NBA deildinni í nótt svo af nægu er að taka.
Ofurmennið Dwitght Howard fór mikinn í liði Orlando í nótt með 24 stig og 18 fráköst en LeBron James var atkvæðamestur hjá Heat með 25 stig og 6 fráköst.
 
Ekkert lát er á sigurgöngu San Antonio Spurs sem í nótt mættu Minnesota Timberwolves á útivelli. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 106-106 svo framlengja varð leikinn þar sem Spurs reyndust sterkari á lokasprettinum og höfðu 109-113 útisigur. Argentínumaðurinn Manu Ginobili gerði 26 stig í liði Spurs og var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Minnesota var Kevin Love sem fyrr í stuði og nú með 32 stig og 22 fráköst! Love er á sínu þriðja ári í deildinni og bætir jafnt og þétt við sig og á þessari leiktíð er kappinn kominn með 18,9 stig og 14,5 fráköst að meðaltali í leik.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Charlotte 95-99 New York (NY með 5 sigra í röð)
Cleveland 83-81 Milwaukee
Toronto 106-90 Philadelphia
Boston 89-83 New Jersey
Memphis 105-84 Detroit
Oklahoma 103-111 Dallas
Houston 111-101 Golden State
Phoenix 115-123 Chicago (Derrick Rose með 35 stig hjá Bulls)
Utah 105-87 New Orleans (aðeins þriðja tapa New Orleans á tímabilinu og það stærsta)
 
Ljósmynd/ Howard og félagar í Orlando Magic höfðu ástæðu til þess að brosa í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -