spot_img
HomeFréttirOrlando Magic - Nýr þjálfari, nýir tímar?

Orlando Magic – Nýr þjálfari, nýir tímar?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

 

 

Orlando Magic

 

Heimavöllur: Amway Center

Þjálfari: Frank Vogel

 

Helstu komur: Serge Ibaka, Bismack Byombo, Jeff Green.
Helstu brottfarir: Brandon Jennings, Ersan Ilyasova.

 

Orlando Magic hafa verið frekar lítill þáttakandi í NBA fyrirsögnum síðan að Dwight Howard fór, mikill efniviður hefur verið í liðinu en úrslitin hafa ekki endilega fylgt með. Stuðningsmenn liðsins vona að nú verði breyting þar á og að liðið eygi hugsanlegt úrslitakeppnissæti. Ef að allt gengur upp og smá vandræði verða hjá liðunum fyrir ofan þá gæti það gerst. Þeirra helsta sóknarvopn hefur verið Nikola Vucevic en með breytingum á leikstíl liðsins vegna nýs þjálfara er líklegt að Vucevic eigi annað heimili þegar að tímabilinu lýkur.

Styrkleikar liðsins felast í stórum mönnum, Vucevic, Ibaka og Biombo eru allir mjög sterkir leikmenn. Evan (for real, ekki gúgla)Fournier er góður skorari og Aaron Gordon hefur sýnt okkur að meiri íþróttamann er erfitt að finna. Veikleikarnir eru reynsluleysi, lítil breidd og leikstjórnandastaðan er ekki vel skipuð, Elfryd Payton verður að fara að sýna stöðugleika annars tapar hann sínu plássi í byrjunarliðinu. Úrslitakeppnissætið verður að bíða enn um sinn.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Elfryd Payton
SG – Evan (ekki Gúgla) Fournier
SF – Aaron Gordon
PF – Serge Ibaka
C – Nikola Vucevic

 

Gamlinginn: CJ Watson(32). Leikstjórnandi sem er með alls kyns trix til þess að skora. Minna í öðru.

Fylgstu með: Aaron Gordon, Orlando menn vona að þetta verði árið sem Gordon verður að afgerandi leikmanni, að vera afgerandi íþróttamaður er ekki nóg.

 

Spá: 37-45 – 11. sæti

Fréttir
- Auglýsing -