spot_img
HomeFréttirOrlando Magic enn taplausir á toppi deildarinnar

Orlando Magic enn taplausir á toppi deildarinnar

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Leikar hófust á nýjan leik í deildinni þann 22. desember síðastliðinn og hafa flest liðin nú leikið þrjá til fjóra leiki. Líkt og oft vill verða í upphafi tímabila eru mörg úrslit sem koma á óvart. Eitt af því sem kemur hvað mest á óvart í upphafi þessa tímabils er sú staðreynd að einu tvö lið deildarinnar sem ekki hafa tapað leik eru Atlanta Hawks, sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína og Orlando Magic, sem í nótt unnu sinn fjórða leik.

Í leik næturinnar unnu Magic lið Oklahoma City Thunder 118-107. Atkvæðamestur fyrir Magic í leiknum var miðherjinn Nikola Vucevic með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Thunder var það Shai Gilgeous-Alexander sem dróg vagninn með 23 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Magic og Thunder:

Úrslit næturinnar:

New York Knicks 95 – 86 Cleveland Cavaliers

Golden State Warriors 116 – 106 Detroit Pistons

Boston Celtics 116 – 111 Indiana Pacers

Toronto Raptors 93 – 100 Philadelphia 76ers

Chicago Bulls 115 – 107 Washington Wizards

Milwaukee Bucks 144 – 97 Miami Heat

Orlando Magic 118 – 107 Oklahoma City Thunder

New Orleans Pelicans 86 – 111 Phoenix Suns

Minnesota Timberwolves 101 – 124 LA Clippers

Denver Nuggets 115 – 125 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -