spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Stólarnir á eftir stóru nöfnunum

Orðið á götunni: Stólarnir á eftir stóru nöfnunum

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Samkvæmt orðinu á götunni er nú talið líklegast að Tindastóll muni ráða afreksstjóra KKÍ og fyrrum þjálfara Stjörnunnar Arnar Guðjónsson sem næsta þjálfara liðsins, en aðrir sem höfðu verið nefndir sem mögulegir arftakar Benedikts Guðmundssonar hjá liðinu voru Viðar Örn Hafsteinsson úr Hetti og Chris Caird frá Nagasaki Velca í Japan.

  • Þá er félagið sagt líklegt til að framlengja samning sinn við bandarískan bakvörð sinn Dedrick Basile.

  • Einnig er félagið sagt nálægt því að semja við Sigurð Pétursson, sem síðast lék fyrir Keflavík og Taiwo Badmus, leikmann bikarmeistara Vals.

  • Álftnesingar reyndar líka sagðir á eftir Sigurði, færi svo hann ákvæði að yfirgefa lið Keflavíkur.

  • Stólarnir reyndar sagðir hafa verið stórhuga síðustu vikur, þar sem þeir hafi reynt að fara á eftir einum besta leikmanni deildarinnar, Hilmari Smára Henningssyni úr liði Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -