Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
Heyrst hefur að Keflvíkingar séu við það að semja á nýjan leik við hinn knáa Remy Martin.
Remy lék með Keflavík tímabilið 2023-24 og var umdeilanlega besti leikmaður deildarinnar þá, en hann vann bikarmeistaratitil með þeim ásamt því að fara með þeim í undanúrslit úrslitakeppninnar.
Í undanúrslitunum slitnaði hásin Remy og hefur hann ekki leikið síðan. Samkvæmt heimildum er hann þó kominn vel af stað aftur og hefur sjaldan verið í betra formi en nú.
Keflavík sendi frá sér jólakveðju fyrr í dag þar sem aðeins sést aftan á Remy í Keflavíkurbúning og er það talið vera vegna þess að þeir tilkynni hann bráðum.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



