Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

- Leikmaður Aþenu Hanna Þráinsdóttir er sögð líkleg til að yfirgefa félagið fyrir komandi tímabil. Samkvæmt orðinu á götunni er Hamar/Þór talinn líklegur áfangastaður, en hún er þó talin vera með tilboð á borðinu frá Ármanni, KR og Grindavík.
- Orri Gunnarsson leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar er sagður líta í kringum sig nú í sumar. Samkvæmt orðinu á götunni er hann með samning við félagið á komandi tímabili, en fari svo hann vilji leita annað er orðrómur um hann geti það til miðs júlí.
- Stjarnan er einnig sögð á höttunum eftir leikmanni Tindastóls Davis Geks.
- Nýliðar ÍA eru samkvæmt orðinu á götunni á eftir fyrrum leikmanni Þórs Akureyri, KR og Grindavíkur Jason Gigliotti.
- Þá eru ÍA einnig sagðir á eftir leikmanni Keflavíkur Jaka Brodnik.
- Hvert Styrmir Snær Þrastarson fer fyrir komandi tímabil er enn ráðgáta. Nú telja gárungar líklegast hann haldi sig á meginlandinu, en þó er hann sagður íhuga tilboð Stjörnunnar, Tindastóls og Þórs.
- Sá orðrómur hefur heyrst að Helgi Magnússon verði með Jóhanni Þór Ólafssyni sem þjálfari Grindavíkur á næsta tímabili.
- Gísli Hallsson er sagður líklegur til að semja á nýjan leik við Sindra og taka slaginn með þeim í fyrstu deildinni.
- ÍR eru sagðir á eftir fyrrum leikmanni Keflavíkur Igor Maric, en hann hóf feril sinn á Íslandi með ÍR. Talið er líklegt að Igor gangi aftur til liðs við ÍR, en þá voru KR og Ármann einnig sögð á eftir starfskröftum hans.
- Samkvæmt orðinu á götunni eru Keflvíkingar við það að semja við tvo bakverði í Eyþóri Lár Bárðarsyni og Remy Martin.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]