spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Hilmar aftur á meginlandið, eftirsóttir Njarðvíkingar og Arnar, Viðar...

Orðið á götunni: Hilmar aftur á meginlandið, eftirsóttir Njarðvíkingar og Arnar, Viðar eða Chris á Krókinn

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Þjálfaramál Tindastóls eru mikið á milli tannanna á fólki eftir skyndilegt fráhvarf Benedikts Guðmundssonar úr starfi aðalþjálfara á dögunum. Þeir sem líklegastir eru taldir til þess að taka við liðinu eru Chris Caird, Arnar Guðjónsson og Viðar Örn Hafsteinsson.

  • Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir eru báðir sagðir með tilboð á borðinu frá Stólunum.

  • Þá eru Stólarnir einnig sagðir vilja semja á nýjan leik við Taiwo Badmus, en hann lék fyrir Val á síðasta tímabili.

  • Samkvæmt orðinu á götunni er líklegt að Hamar/Þór taki sæti Þórs Akureyri í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð.

  • Orðið á götunni er að Keflavík ætli að reyna halda Jaka Brodnik á næstu leiktíð og að þá hafi félagið einnig athugað með hvort Remy Martin sé opinn fyrir að ganga aftur í raðir þeirra.

  • Samkvæmt orðinu á götunni mun Keflavík þó ekki reyna að semja aftur við Igor Maric, en líklegt þykir hann gangi til liðs við Ármann eða KR fari svo hann verði áfram á Íslandi.

  • Dwayne Lautier leikmaður Njarðvíkur er sagður eftirsóttur og að bæði Keflavík og Valur hafi tekið stöðuna á honum.

  • Báðir nýliðar Bónus deildar karla Ármann og ÍA eru sagðir á eftir miðherja Njarðvíkur Dominykas Milka. Þá er einnig sagt að ÍR hafi áhuga á að semja við hann.

  • KR eru sagðir nálægt því að semja við Óla Gunnar Gestsson sem er á leiðinni heim úr bandaríska háskólaboltanum. Bæði eru Ármann og Hamar einnig sögð hafa heyrt í honum.

  • Keflvíkingurinn Hanna Gróa Halldórsdóttir er sögð líta í kringum sig fyrir komandi tímabil eftir að hafa klárað síðasta tímabil með Þór Akureyri og hafa bæði Tindastóll og Valur verið nefnd sem mögulegir áfangastaðir.

  • Þá er talið líklegt að Agnes María Svansdóttir leikmaður Keflavíkur sé eftirsótt af liðum í Bónus deild kvenna og að Njarðvík, KR og Hamar/Þór hafi áhuga á að semja við hana.

  • Einn besti leikmaður fyrstu deildarinnar á síðustu leiktíð Adama Darboe hjá Ármann er sagður íhuga að leggja skóna á hilluna.

  • Hrunamaðurinn Eyþór Orri Árnason er sagður íhuga að draga fram skóna aftur og leika í fyrstu deildinni á næstu leiktíð. Líklegir áfangastaðir eru taldir Selfoss, Haukar eða Breiðablik fari svo hann komist aftur af stað.

  • Leikmenn Stjörnunnar Júlíus Orri Ágústsson og Kristján Fannar Ingólfsson eru sagðir íhuga að færa sig til uppeldisfélags Júlíusar, Þórs Akureyri.

  • Haukar vilja samkvæmt orðinu á götunni semja við Kinyon Hodges úr ÍA og Zoran Vrkic úr Breiðablik.

  • Eftir að Þór dró lið sitt úr keppni Bónus deildar kvenna og Eva Wium og Maddie Sutton fóru í Stjörnuna, eru fleiri leikmenn liðsins taldir íhuga stöðu sína fyrir norðan. Þar á meðal er ungstirnið Emma Karólína Snæbjarnardóttir sem sögð er eftirsótt af liðum Bónus deildarinnar.

  • Þá er KR sagt á eftir fyrrum leikmanni Þórs Akureyri Esther Fokke.

  • Höttur er samkvæmt orðinu á götunni á eftir bræðrunum Huga og Hilmi Hallgrímssonum.

  • Srdan Stojanovic er sagður vera með tilboð á borðinu frá Sindra, en hann sagði skilið við ÍA nú í lok maí.

  • Nýkrýndur Íslandsmeistari með Stjörnunni Hilmar Smári Henningsson er sagðu vera með tilboð á borðinu frá nokkrum liðum á meginlandi Evrópu, fari svo hann ákveði að yfirgefa Garðabæinn.

  • Þóranna Kika Hodge Carr er sögð á leiðinni úr bandaríska háskólaboltanum. Líklegast þykir samkvæmt orðinu á götunni að hún semji á nýjan leik við Keflavík, fari svo hún komi til Íslands.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -