spot_img
HomeFréttirOrðið á götunni: Fer Tómas Valur til Bandaríkjanna og er Orri að...

Orðið á götunni: Fer Tómas Valur til Bandaríkjanna og er Orri að koma heim í Stjörnuna?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Samkvæmt orðinu á götunni mun leikmaður Swans Gmunden í Austurríki og íslenska landsliðsins Orri Gunnarsson vera á leiðinni heim aftur í Subway deildina. Samkvæmt því sem heyrst hefur hafa Tindastóll, Keflavík og Álftanes öll verið í sambandi við leikmanninn, en að hann sé þó líklegast við það að semja við uppeldisfélag sitt Stjörnuna í Garðabæ.

  • Þá er Bjarni Guðmann Jónsson einnig sagður á leið heim eftir áralanga dvöl í bandaríska háskólaboltanum og að hann muni líklega semja við Stjörnuna.

  • Ungstirni Þórs og íslenska landsliðsins Tómas Valur Þrastarson er sagður næsta öruggur um að ganga til liðs við sterkt lið í bandaríska háskólaboltanum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir næsta tímabil.

  • Hilmar Smári Henningsson er talinn á leið heim frá Bremerhaven í Þýskalandi og samkvæmt orðinu á götunni eru Haukar líklegir til þess að semja við hann.

  • Jose Medina leikmaður Þórs í Subway deildinni er samkvæmt orðinu á götunni í leit að nýju liði og er talið líklegt að hann semji við Selfoss eða Hamar.

  • Enn er talið líklegt að Benedikt Guðmundsson verði næsti þjálfari Tindastóls í Subway deild karla. Nýtt orð götunnar segir einnig að Ragnar Örn Bragason leikmaður Þórs Þorlákshafnar muni fylgja Benedikti í Síkið.

  • Einar Árni Jóhannsson verður samkvæmt orði götunnar næsti þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna.

  • Ingi Þór Steinþórsson er sagður verða áfram sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar þrátt fyrir að Arnar Guðjónsson hafi nú yfirgefið félagið og Baldur Þór Ragnarsson tekinn við. Samkvæmt orðinu á götunni er Ingi Þór sagður hafa hafnað allavegana einu starfi aðalþjálfara í Subway deildinni til þess að geta verið áfram í Garðabænum.

  • Heyrst hefur að Israel Martin muni ekki halda áfram með Sindra í fyrstu deild karla og er talið líklegt að hann verði hluti af þjálfarateymi Baldurs Þórs hjá Stjörnunni.

  • Pétur Már Sigurðsson þjálfari Vestra er talinn líklegur til þess að að taka við Skallagrími af Atla Aðalsteinssyni sem sagði starfi sínu lausu eftir að tímabilið endaði.

  • Haukar eru sagðir hafa átt í viðræðum við Kennedy Clement úr Fjölni.

  • Keflvíkingar eru sagðir hafa átt í viðræðum við leikmann sinn Remy Martin um að leika með þeim á næsta tímabili eftir að hann kemur til baka úr þeirri endurhæfingu sem fylgir alvarlegum meiðslum sem hann varð fyrir nú í undanúrslitum Subway deildarinnar.

  • Njarðvík eru sagðir vilja halda Þorvaldi Orra Árnasyni á næsta tímabili í Subway deild karla, en hann er þó talinn líklegur til að ganga aftur til liðs við KR.

  • Elías Pálsson leikmaður Njarðvíkur er sagður hafa átt í óformlegum viðræðum um að ganga til liðs við Val fyrir næsta tímabil.

  • Heyrst hefur að Sigvaldi Eggertsson, Alfonso Birgir Söruson Gomez, Danil Kjarvonski og Björn Ásgeir Ásgeirsson ætli sér að stofna nýtt félag körfuknattleiksdeildar Gróttu.

  • Þá herma fregnir að Grindavík muni fara á eftir leikmanni Njarðvíkur í Subway deild kvenna Selena Lott um leið og lið hennar hefur lokið leik í úrslitum.

  • Höttur á Egilsstöðum eru sagðir líklegir til þess að semja við Hilmir Hallgrímsson, sem verið hefur í bandaríska háskólaboltanum síðustu ár.

  • Ólíklegt er talið að Nebojsa Knezevic muni halda áfram með ÍA. Nokkrir hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar hans á Akranesi. Atli Aðalsteinsson fyrrum þjálfari Skallagríms, Friðrik Þjálfi Stefánsson og Hörður Unnsteinsson.

  • Viktor Máni Steffensen er talinn ólíklegur til að halda áfram með Fjölni í fyrstu deildinni á næstu leiktíð. Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa verið nefnd sem líklegir áfangastaðir fyrir hann, ÍR, KR og Haukar oftar en önnur.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -