spot_img
HomeFréttirOrðið á götunni: Er Jose Medina að lenda í Þorlákshöfn?

Orðið á götunni: Er Jose Medina að lenda í Þorlákshöfn?

Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Þór sé nálægt því að semja við Jose Medina fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild karla.

Jose var á mála hjá nágrönnum Þórs Hamar í Hveragerði í þessum fyrstu umferðum Subway deildarinnar, en hann hefur á síðustu árum verið einn af betri leikmönnum fyrstu deildarinnar þar sem hann hefur m.a. tvö ár í röð verið lykilleikmaður í liði sem vann sig upp um deild, hjá Haukum og Hamri.

Ekki gekk sem skildi hjá Jose og Hamri á þessu tímabili, sem ekki náðu að vinna í þeim sex leikjum sem hann tók þátt í með þeim nú í byrjun deildar og var liðinu því stokkað upp og var Jose einn tveggja sem látinn var fara. Jose var þó með ágætis framlag í þessum leikjum, þar sem hann skilaði 12 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -