Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Heyrst hefur að fyrrum leikmaður Keflavíkur Igor Maric nálgist samkomulag um að ganga til liðs við Val í Bónus deild karla.
- Igor er 40 ára gamall skotbakvörður sem kom fyrst til Íslands tímabilið 2021-22 til þess að leika fyrir ÍR. Tímabilið eftir það gekk hann svo til liðs við Keflavík, þar sem hann lék þangað til á síðasta tímabili, en það sem af er þessu hefur hann ekki leikið fyrir neitt lið í deildinni.
- Igor verið mikil byssa fyrir bæði ÍR og Keflavík á þessum árum, leikið 113 leiki í efstu deild á Íslandi og skilað 43% þriggja stiga skotnýtingu á 7 skotum að meðaltali í leik.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



