Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
Samkvæmt orðinu á götunni hefur Keflavík sagt upp samningi sínum við hinn breska Jordan Kevin Williams. Jordan kom til Keflavíkur fyrir yfirstandandi tímabil, en hefur átt erfitt með að sýna hvað hann getur vegna meiðsla. Í þremur leikjum með Keflavík í Bónus deild karla hefur hann skilað 7 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



