spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Bikarmeistararnir vilja bæta í hópinn

Orðið á götunni: Bikarmeistararnir vilja bæta í hópinn

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Bikarmeistarar Vals eru sagðir leita sér að erlendum atvinnumönnum í hóp sinn. Samkvæmt orðinu á götunni leita þeir að bandarískum leikmanni og þá eru þeir sagðir hafa hlerað fyrrum leikmann KR Vlatko Granic.

  • Stjarnan er sögð ætla gera breytingar á lokametrum undirbúningstímabilsins og skipta Julio de Assis út fyrir Elijah Lufile. Samkvæmt orðinu á götunni reyndi Stjarnan upphaflega að kanna þann möguleika að fá fyrrum leikmann Keflavíkur Deane Williams til sín, en hann samdi fyrr í sumar við lið London Lions í heimalandinu Bretlandi.

  • Höttur eru sagðir á eftir Jure Boban leikmanni Skallagríms í fyrstu deild karla.

  • Samkvæmt orðinu á götunni mun nýtt lið KV í fyrstu deild kvenna vera við það að semja við fyrrum leikmann Keflavíkur, Vals, Fjölnis og Ármanns, Elfu Falsdóttir.

  • Ingvi Rafn Ingvarsson leikmaður Leiknis í 2. deild karla hefur verið orðaður við endurkomu í efstu deild og hafa bæði ÍA og Ármann verið nefndir sem mögulegir áfangastaðir.

  • Samkvæmt orðrómi er ekki talið loku fyrir það skotið að nýr aðstoðarþjálfari Grindavíkur Helgi Már Magnússon, sem er leikmaður KR b, dragi fram skóna með Grindavík í byrjun tímabils.

  • Samkvæmt orðinu á götunni mun leikmaður Þórs Ragnar Þór Bragason líklega semja á nýjan leik við Þór, fari svo hann á annað borð spili á komandi tímabili í Bónus deildinni.

  • Fyrrum leikmaður Hauka, ÍR og Breiðabliks Kristinn Marínósson er sagður íhuga að taka skóna fram á nýjan leik. Fari svo eru Hamar og Haukar taldir líklegir áfangastaðir.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -