Peter Öqvist var ekki lengi án liðs en hann hefur nú tekið við LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Öqvist sagði á dögunum skilið við íslenska landsliðið sem og Sundsvall Dragons en er nú nýr í brúnni hjá LF Basket.
LF Basket datt út í 8-liða úrslitum 3-2 gegn Boras en Peter og Sundsvall féllu einnig út í 8-liða úrslitum er liðið lá 3-1 gegn Uppsala. Komið er að úrslitaseríunni í Svíþjóð en þar mætast Södertalje Kings og Norrköping Dolphins.