spot_img
HomeFréttirÖqvist segir skilið við íslenska landsliðið

Öqvist segir skilið við íslenska landsliðið

Peter Öqvist hefur tilkynnt KKÍ að hann muni ekki halda áfram að stýra A-landsliði karla. Stjórn KKÍ vildi hafa hann áfram í starfi landsliðsþjálfara en vegna persónulegra ástæðna þurfti hann að gefa verkefnið frá sér. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Körfuknattleikssambandið sendi frá sér rétt í þessu.
 
 
Í tilkynningu KKÍ segir einnig:
 
Afreksnefnd og stjórn sambandsins fara í það að finna nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla og mun sú vinna vonandi ekki taka of langan tíma.
 
KKÍ þakkar Peter fyrir gott starf sem hefur eflt íslenskan körfubolta og óskar honum velfarnaðar í hans störfum í framtíðinni.
  
Fréttir
- Auglýsing -