spot_img
HomeFréttirÖqvist segir skilið við Drekana

Öqvist segir skilið við Drekana

Peter Öqvist er hættur sem þjálfari Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þar með lýkur 11 ára samveru þjálfarans og klúbbsins. Basketsverige.se greindi frá þessum tíðindum í gær.
 
 
Öqvist er sá þjálfari sem stýrt hefur liðinu með fjóra íslenska landsliðsmenn innanborðs síðustu ár en í veru Öqvist hafa Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson og Pavel Ermolinskij allir komið við sögu hjá Sundsvall.
 
Öqvist sagði við Basketsverige í gær að framtíð hans væri ekki ráðin en hann gæti bæði hugsað sér að starfa áfram sem þjálfari eða á hinum almenna vinnumarkaði. Sundsvall Dragons féllu út í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar á dögunum og þá var Hlynur Bæringsson einnig útnefndur varnarmaður ársins í Svíþjóð annað árið í röð.
 
Ytra í Svíþjóð er talið að bæði LF Basket og Jamtland séu á höttunum eftir starfskröftum Öqvist en hans mál skýrast væntanlega með sumrinu.
  
Fréttir
- Auglýsing -