Opnunarleikur Euroleague fór fram í gærkvöldi en þar áttust við CSKA Moscow og Zalgiris Kaunas frá Litháen. Margir NBA áhugamenn kannast líklega við nokkra leikmenn sem tóku þátt í leiknum en þar á meðal voru Andrei Kirilenko, Nenad Kristic, Ty Lawson og Sonny Weems.
CSKA Moscow sem hefur verið með 4 bestu liðum evrópu síðastliðin áratug vann leikinn með 13 stigum, 74-87. Stigahæstur í liði Moskvu var Alexey Shved með 19 stig en á eftir honum kom Andrei Kirilenko, einnig þekktur sem AK47, með 17 stig og bætti við 15 fráköstum og 5 stoðsendingum, Nenad Kristic var með 11 stig. Hjá Kaunas var Dejuan Collins stigahæstur með 18 stig en næstir voru Sonny Weems með 16 stig og Marko Popovic með 8 stig. Ty Lawson skoraði 7 stig fyrir Kaunas.
Fleiri leikir fara fram í Euroleague í vikunni á en á miðvikudagskvöldið fara fram fjórir leikir og á fimmtudagskvöldið fara 6 leikir fram.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Euroleague betur er opinber heimasíða keppninnar www.euroleague.net en þar má finna kynningar á liðunum, myndbönd, upplýsingar um næstu leiki og úrslit.
Til gamans má rifja upp úrslitaleik frá því í fyrra þar sem Panathanaikos sigraði Maccabi Tel Aviv 70-78, en leikurinn fór fram í Barcelona. Mikilvægast leikmaður Euroleague í fyrra var Dimitris Diamantidis nokkur og má hér finna myndband af hans afrekum á síðustu leiktíð.
Gísli Ólafsson