spot_img
HomeFréttirOpin æfing með Helenu og Micah

Opin æfing með Helenu og Micah

 
Í dag, miðvikudaginn 19. maí, ætla Helena Sverrisdóttir og Micah leikmenn TCU að vera með opna æfingu fyrir Haukakrakka að Ásvöllum.
Fyrir krakka 7-11 ára er æfing kl. 16:00-17:00 (B-salur)
Fyrir 12-18 ára er æfing kl. 17:00-18:00 (B-salur)
 
Helena Sverrisdóttir hefur verið að spila með TCU, Texas Christian University, undanfarin 3 ár við frábæran orðstýr. Helena var valin besti leikmaður Mountain West deildarinnar í vetur, einnig komst hún á lista yfir 40 bestu körfuknattleikskonur landsins í svokallað All America Honorable Mention. Með henni í dag verður Micah Garoutte sem hefur spilað með henni í TCU undanfarin 3 ár.
 
Fréttir
- Auglýsing -