spot_img
HomeFréttirÖnnur viðureign Sundsvall og Norrköping í dag

Önnur viðureign Sundsvall og Norrköping í dag

Í dag fer fram önnur viðureign Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni en liðin eigast nú við í undanúrslitum þar sem staðan er 1-0 Sundsvall í vil eftir nauman heimasigur í fyrsta leik liðanna.
 
Jakob Örn Sigurðarson fagnar í dag 31 árs afmæli sínu og spurning hvort hann fái sigur í afmælisgjöf eða hvort Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping ætli að spilla fyrir honum deginum. Að þessu sögðu óskum við á Karfan.is Jakobi til hamingju með daginn.
 
Viðureign liðanna hefst kl. 17:10 að íslenskum tíma og verður mögulega hægt að nálgast hana hér í beinni á netinu með því að skrá sig inn. Kostnaðurinn er 69 sænskar krónur eða tæpar 1300 kr. íslenskar. Við á Karfan.is ábyrgjumst ekki að þetta nú gangi allt saman eftir en fyrir áhugasama má kynna sér málið hér.
  
Fréttir
- Auglýsing -