spot_img
HomeFréttirÖnnur umferð Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld

Önnur umferð Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld

06:00

{mosimage}

Margir leikir eru á dagskrá í dag í körfunni. Önnur umferð Iceland Express-deildar karla hefst með þremur leikjum. Tindastólsmenn fá FSu-liðsmenn í heimsókn, Þórsarar fá Blika í heimsókn og í DHL-höllinni er stórleikur umferðarinnar þegar Kr-ingar fá Keflvíkinga í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Önnur umferð Iceland Express-deildar kvenna klárast í kvöld með leik Vals og Hauka og fer leikurinn fram í Vodafone-höllinni og hefst kl. 18:00.

Í 1. deild kvenna er einn leikur en það er viðureign Skallagríms og Þórs frá Akureyri. Hefst hann kl. 16:00 í Borgarnesi.

Einnig eru leikir í drengja- og unglingaflokki ásamt 2. deild karla.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -