spot_img
HomeFréttirO´Neal til Miami

O´Neal til Miami

13:12:40
Jermaine O‘Neal  fór frá Toronto Raptors til Miami Heat í skiptum fyrir Shawn Marion í gær. Þessi skipti hafa legið lengi í loftinu en hnémeiðsli sem O‘Neal hefur glímt við hafa tafið afgreiðslu skiptanna. Auk þeirra tveggja fara Jamario Moon og valréttur í fyrstu umferð nýliðavals til Miami og Marcus Banks fer með óuppgefinni peningaupphæð til Toronto.

Báðir leikmann hafa munað fífil sinn fegurri, Marion þreifst afar vel í hinu hraða leikkerfi Mike D‘Antoni í Phoenix, en hefur átt erfitt með að fóta sig í Miami og eytt miklu púðri í að ná sér af minniháttar meiðslum og kvarta yfir að fá aldrei boltann í sókninni, en ætti að geta byrjað upp á nýtt í Toronto. Þó báðir leikmenn séu fjölhæfið stórir menn er O‘Neal þó nær þörfum Miami um alvöru miðherja, en hans stærsti kostur í augum Miami er sú staðreynd að samningur hans, sem tryggir honum 23 milljóna dala laun rennur út eftir næstu leiktíð, í tæka tíð fyrir samningasirkusinn sem er fer í gang sumarið 2010.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -