spot_img
HomeFréttirÓmar Örn : Ég tapa alltaf hérna

Ómar Örn : Ég tapa alltaf hérna

 

Ómar Örn Sævarsson, gamall ÍR-ingur og lykilmaður í Grindavíkurliðinu átti fínan leik í kvöld gegn ÍR þrátt fyrir sárt tap eftir þrjá góða leikhluta og einn hrikalegan.  Ómar var farinn að gæla við þrefalda tvennu þegar hann var kominn með 10 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar um miðbik þriðja leikhluta en hann náði þó ekki að bæta við stoðsendingum og þar við sat.  Hann skilaði þó 16 stigum, 12 fráköstum og 7 stoðsendingum sem telja 32 framlagsstig og það hæstaí Grindavíkurliðinu í kvöld.  

 

Hvað var það sem fór úrskeiðis í kvöld eftir svona góða byrjun?

“Við erum bara rosalega brothættir þessa stundina, um leið og við fáum kjaftshögg þá kvoðnum við niður.  Þannig að um leið og þeir tóku smá run, það koma alltaf run í körfubolta, þeir hitta úr tveimur þriggja stiga og það kom svolítil stemming hjá þeim.  Þá allt í einu urðum við bara hræddir við að fá boltan og vildum að einhver annar myndi klára fyrir okkur.  Þá bara dó sóknarleikurinn hjá okkur”. 

 

Má kannski bara segja að hlutirnir hafi ekki fallið með ykkur í fjórða leikhluta?

“Nei, þegar við erum að fá tæknivillur og eitthvað svoleiðis þá er það bara pirringur út í sjálfan sig fyrir að standa sig ekki  og síðan dæmir dómarinn villu á þig þá villtu öskra á einhvern og í staðin fyrir sjálfan þig þá öskraru á dómaran.  Um leið og þeir tóku smá run þá urðum við bara pínkulítið hræddir og svo urðum við hræddari og svo undir lokin þá bara vildi enginn líta á körfuna”. 

 

Það hefur þó munað miklu fyrir ykkur að missa Óla og Rodney af velli með 5 villur?

“Já, klárlega, en ég meina við erum með stráka á bekknum sem eru að æfa með okkur til þess að spila.  Þeir koma inná til þess að spila og þeir eiga alveg að geta fyllt upp í skarðið.  Það er bara, þessir lykilleikmenn sem voru inná, við vorum orðnir hræddir og það er erfitt að vera ungur pungur að koma inná þegar stjörnunar þínar eru ekki að standa sig”. 

 

Sem gamall ÍR-ingur þá hlítur alltaf að vera gaman að mæta aftur í Seljaskóla, en er alltaf sungið svona fallega fyrir þig?

“Þeir eru búnir að vera duglegir síðustu svona, hvað eru þetta komin 6 ár, að syngja fyrir mig.  Það er ekkert gaman að koma hingað, ég er bara búinn að vinna einu sinni af sex leikjum hérna í Seljaskóla síðan ég skipti yfir.  Ég tapa alltaf hérna”.

 

Einhver álög á þér?

Örugglega á mér já,  Grindavíkurliðið hefur oft verið rankað hærra en ÍR og við höfum alltaf tapað hérna og það var engin breyting í kvöld. 

 

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -