spot_img
HomeFréttirÓmar: Erum einstaklingar, ekki lið!

Ómar: Erum einstaklingar, ekki lið!

15:00
{mosimage}

 

(Ómar í leik gegn Njarðvíkingum fyrr á þessari leiktíð) 

 

Miðherjinn Ómar Örn Sævarsson var væntanlega ekki sáttur með að þurfa að láta frá sér bikarmeistaratitilinn þar sem ÍR lá gegn Skallagrím í 8 liða úrslitum Lýsingarbikars karla í gærkvöldi. ÍR lagði Hamar í bikarúrslitaleiknum í fyrra en í ár verða krýndir nýjir bikarmeistarar. Karfan.is náði tali af Ómari í dag en hann gerði 7 stig og tók 4 fráköst fyrir ÍR í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 83-80 Skallagrím í vil og sagði Ómar að um þessar mundir væri ÍR liðið aðeins skipað einstaklingum.

 

Hvað fór úrskeiðis í Borgarnesi í gærkvöldi? Sárt að þurfa að láta bikarinn af hendi?

Það er auðvitaðmjög sárt, sérstaklega þar sem við vorum ákveðnir að taka bikarinn aftur. Það sem er kannski að klikka hjá okkur er að allt sem kemur að því að gera hlutina saman er ekki að ganga upp hjá okkur. Við spilum ekki hjálparvörn og erum ekki að hjálpa hvor öðrum að skora, þar að segja við setjum samherja ekki upp í góð færi, við erum frekar að reyna hluti upp á eigin spýtur.

 

 

ÍR liðið hefur verið nokkuð brokkgengt í vetur en hvernig líst þér á framhaldið?

Mér líst vel á framhaldið, um leið og við byrjum að setja liðið framar en eigin markmið þá erum við hörku góðir. Við erum með svaðalega góða einstaklinga inna ÍR liðsins, en það er líka nákvæmlega það sem við erum…einstaklingar ekki lið.

 

 

Þið voruð bikarmeistarar í fyrra, hverjir finnst þér vera líklegir arftakar ykkar í ár?

Eins og allir vita skiptir staðan í deildinni engu máli þegar útí bikarinn er farið, en ég ætla ekki að fara út í neina froðu og segja að allir séu jafnir og eitthvað svoleiðis. Njarðvík eru búnir að vera á góðri siglingu þannig að ég skýt á þá.

 

 

Nú er það bara deildarkeppnin hjá ykkur, hver eru raunhæf markmið fyrir ÍR liðið?

Efstu fjögur eru svona nokkuð að stinga af, úr þessu er 5. sætið raunhæft markmið fyrir ÍR- liðið. En ÍR-einstaklingunum bíður ekkert nema fallbarátta ef við ætlum ekki að gera hlutina saman.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -