spot_img
HomeFréttirOlynyk fór á kostum í oddaleiknum

Olynyk fór á kostum í oddaleiknum

Boston Celtics tryggðu sér farmiðann í úrslit austurstrandarinnar í nótt með 4-3 sigri í seríunni gegn Washington Wizards. Lokatölur voru 115-105 Boston í vil. Boston mætir heitum James og félögum sem hafa unnið alla 8 leiki sína í úrslitakeppnini til þessa.

Isaiah Thomas átti myndarlega tvennu í liði Celtics í nótt með 29 stig og 12 stoðsendingar og þá kom Kelly Olynyk sterkur inn í fjórða leikhluta með 14 af 26 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hann var einnig með 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá var þetta persónulegt met hjá Olynyk að skora 26 stig í leik í úrslitakeppninni.

Hjá Wizards var Bradley Beal með 38 stig og 4 fráköst og Otto Porter Jr. bætti við 20 stigum og 10 fráköstum.

Mynd/ Olynyk fann sig vel í oddaleiknum í nótt en eins og kaninn segir: „Legends are born in game 7“

Myndbönd næturinnar:

 

Fréttir
- Auglýsing -