spot_img
HomeFréttirOlympiakos unnu eftir framlengingu

Olympiakos unnu eftir framlengingu

Það verður gríska liðið Olympiakos sem mun fylgja Barcelona í úrslit meistaradeildarinnar en þeir rauðu unnu Partizan Belgrad í ótrúlegum leik í kvöld 80-83 en það þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara.
Staðan var 67-67 eftir venjulega leiktíma en á fimm mínútum sem framlengingin varði voru bæði lið sjóðandi heit. En Grikkirnir náðu að merja fram sigur.
 
Linas Kleiza var stigahæstur hjá Grikkjunum með 19 stig en Bo McCalebb skoraði manna mest fyrir Serbana eða 21 stig.
 
Þá er ljóst hvaða lið mætast á sunnudag. Kl. 16.00 leika Partizan og CSKA Moskva um þriðja sætið og úrslitaleikurinn sjálfur verður kl. 19.00 og allt í beinni á Sporttv.
 
Mynd: Sofoklis Schortsanitis var með 11 stig og 5 fráköst í sigri Olympiakos í kvöld
Fréttir
- Auglýsing -