spot_img
HomeFréttirOlympiakos að íhuga risatilboð í LeBron James?

Olympiakos að íhuga risatilboð í LeBron James?

16:00

{mosimage}

Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers verður með lausa samninga árið 2010 og talið er að mörg félög í NBA deildinni séu nú að undirbúa að gera honum freistandi tilboð þegar að því kemur. www.visir.is greinir frá.

Nú er komin óvænt fletta inn í þessa spennandi sögu eftir að heimildamaður Sports Illustrated sagðist hafa öruggar heimildir fyrir því að gríska stórliðið Olympiakos væri í alvöru að íhuga að gera framherjanum öfluga risatilboð árið 2010.

James er eins og flestir vita einn allra besti leikmaður NBA deildarinnar og var t.a.m. stigahæsti leikmaður NBA síðasta vetur með rúm 30 stig í leik.

Þegar James verður boðinn nýr samningur árið 2010 mun hann örugglega færa honum yfir 20 milljónir dollara í laun á fyrsta árinu og hækka svo jafnt og þétt eftir það.

Í Grikklandi er hinsvegar ekkert launaþak og því gæti félag eins og Olympiakos allt eins boðið honum 40 milljónir dollara í árslaun ef hinir efnuðu eigendur félagsins væru tilbúnir að taka það á sig.

Félagið fékk á dögunum til sín varamanninn Josh Childress frá Atlanta og talið er að hann muni fá um 20 milljónir dollara á ári í vasann frá félaginu þegar allt er talið. Félagið greiðir allt uppihald fyrir hann og þar að auki þarf hann að greiða mjög litla skatta.

Það verður að teljast nokkuð langsótt að leikmaður eins og LeBron James muni taka sig upp og spila í Evrópu, en ljóst er að landslagið í körfuboltanum virðist vera að breytast, þar sem æ fleiri körfuboltamenn eru farnir að renna hýru auga til efnaðra félaga í Evrópu.

www.visir.is

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -