Úrslitin í meistaradeild Evrópu (Euroleague) fóru fram í London um helgina. Olympiacos frá Grikklandi varð meistari eftir 100-88 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum. Real Madrid lagði Barcelona í undanúrslitum á föstudag og Olympiacos hafði betur gegn CSKA Moskvu.
Sex leikmenn Olympiacos gerðu 10 stig eða meira í úrslitaleiknum en þeirra stigahæstur var Vassilis Spanoulis með 22 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Real Madrid var Rudy Fernandez stigahæstur með 21 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.
Þetta er annað árið í röð sem Olympiacos vinnur meistaradeildina og í annað sinn sem verulega hallar á þá kappa enda lentu þeir 17 stigum undir en unnu sig til baka og fögnuðu sigri. Olympiacos er aðeins fjórða liðið í sögunni sem vinnur Euroleague tvö ár í röð. Goðsögnin Vassilis Spanoulis snögghitnaði í síðari hálfleik en þar komu 21 af 22 stigum hans í leiknum.
Real Madrid komst í 10-27 eftir fyrsta leikhluta en Olympiacos minnkaði muninn í 37-41 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 61-61 og Olympiacos skelltu 39 stigum yfir Madríd í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn 100-88.
Olympiacos taka á móti titlinum
Mynd/ Spanoulis lyftir titlinum fyrir Grikkina en hann var einnig valinn besti leikmaður Euroleague þetta árið.