spot_img
HomeFréttirOlympiacos óvæntur sigurvegari Euroleague

Olympiacos óvæntur sigurvegari Euroleague

Það var Olympiacos sem sigraði Euroleague árið 2012 eftir ótrúlegan eins stigs sigur á CSKA Moscow í dag en CSKA tapaði aðeins 2 leikjum í Euroleague þetta árið.  Sigurkarfa Olympiacos kom þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum en það var Georgios Printezis sem setti það niður.  Olympiacos byrjaði leikinn í dag illa og skoraði aðeins 7 stig í fyrsta leikhluta og var kominn 14 stigum undir í hálfleik, 20-34.  Það snérist þó við í seinni hálfleik og endurkoma Olympiacos í fjórða leikhluta var ótrúleg.  Þeir unnu leikhlutan 22-8 og unnu að lokum eins stigs sigur, 61-62.  Lið Olympiacos vann síðast þennan titil árið 1997.  
 
 
Í liði Olympiacos var Kostas Papanikolaou stigahæstur með 18 stig og 4 fráköst en næstu menn voru Vassilis Spanoulis með 15 stig og hetja grikkjanna, Georgios Printezis með 12 stig.  Í liði CSKA Moscow var Milos Teodosic stigahæstur með 15 stig en næstu menn voru Andrei Kirilenko með 12 stig og 10 fráköst og Nenad Kristic með 11 stig.  

 

Mikilvægasti leikmaður fjögurra liða úrslitanna þetta árið var valinn Vassilis Spanoulis í liði Olympiacos en hann er því kominn í fríðan hóp fjögurra manna sem hafa hlotið þann heiður oftar en einu sinni.  En aðeins Toni Kukoc, Dejan Bodiroga og Dimitris Diamantidis hafa hlotið þann heiður oftar en einu sinni auk Vassilis.  

 

Lið Barcelona og Panathinaikos kepptu einnig í dag um þriðja sætið í keppninni þar sem Barcelona fór með þægilegan 5 stiga sigur, 69-74.  Barcelona var komið með 11 stiga forskot í hálfleik eftir góðan annan leikhluta en Panathinaikos náði að minnka það forskot smám saman niður en það dugði ekki til.  Í liði Barcelona var Marcelinho Huertast stigahæstur með 21 stig en næstu menn voru Joe Ingles með 13 og C.J. Wallace með 12 stig.  Hjá Panathinaikos var það MVP euroleague frá því í fyrra, Dimitris Diamantidis sem fór fyrir sínu liði með 17 stig en næstu menn voru Aleks maric með 13 stig og David Logan með 11 stig.

 

Áhugasamir geta séð brot úr leikjunum og fréttir af úrslitahelginni á www.euroleague.com eða á www.euroleague.tv 

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -