spot_img
HomeFréttirÓlseigir Grindvíkingar ógnarsterkir á lokasprettinum í Smáranum

Ólseigir Grindvíkingar ógnarsterkir á lokasprettinum í Smáranum

Grindavík lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla. Leikurinn var líklega nokkuð áhugaverður fyrir bæði lið fyrir þær sakir að bæði voru að leika á eiginlegum heimavelli sínum, þar sem að Grindvíkingar hafa leikið sína heimaleiki á heimavelli Blika síðan að hamfarirnar á Suðurnesjum hófust.

Eftir leikinn er Grindavík í 4.-6. sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Álftanes og Keflavík á meðan að Breiðablik er í 11. sætinu með 4 stig.

Heimamenn í Breiðablik voru með yfirhöndina í leiknum á upphafsmínútunum, en Grindavík náði að laga stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks, 50-51. Grindavík nær svo að byggja sér upp smá forystu í upphafi seinni hálfleiksins og ná að vera skrefinu á undan allt fram á lokamínúturnar. Á þeim nær Breiðablik alveg að hóta því að gera þetta að leik. En allt kemur fyrir ekki, Grindvíkingar gefa aftur í og standa uppi sem öruggir sigurvegarar, 84-106.

Atkvæðamestur Blika í leiknum var Keith Jordan með 20 stig og 11 fráköst. Fyrir Grindavík var Deandre Kane bestur með 29 stig og 10 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst fimmtudag 1. febrúar, en þá fær Grindavík lið Njarðvíkur í heimsókn og Blikar mæta Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -