spot_img
HomeFréttirÓlöf Helga 1 á 1

Ólöf Helga 1 á 1

 Fullt nafn:  Ólöf Helga Pálsdóttir 

Aldur:  23 ára, orðið frekar viðkvæmt mál 

Félag:  UMFG   

Hjúskaparstaða: á herbergisfélaga að nafni Sirrý Stella 

Happatala: 7 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?  Eitthvað um 8-9 ára aldurin í Grindavík með strákum. 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Mamma og Gummi Braga 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?  Lalli frændi, Hildur Sig., er ekki alveg klár á 1. deild karla 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?  Adama Darboe og Kesha (TaKesha Watson) enn og aftur no comment í 1. deild karla 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Ingibjörg Jakobsdóttir 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?  Bergur Eðvarsson heitinn 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ágúst Björgvinsson 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Kevin Garnett núna, svo voru náttúrulega MJ, Larry Bird og Dennis Rodman í miklu uppáhaldi. Dennis Rodman var vanmetinn, of mikið tekið eftir karakternum frekar en leikmanninum, ótrúlegur varnarmaður og frákastari. 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?  Nei því miður, var alltaf svo abbó þegar frændur minir Lalli og Jóhann fengu alltaf að fara. 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar við urðum bikarmeistar í vetur, yndislegri tilfinningu hef ég ekki fundið fyrir. 

Sárasti ósigurinn? Þegar ég var í stúlknaflokk og við höfðum unnið allt yfir veturinn og töpuðum svo fyrir norsku liði, það var áfall fyrir lið sem aldrei tapaði. 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?  Fótbolti klárlega 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? UMFG, Sheridan Panthers og Spirallen í Danmörku 

Uppáhalds:

kvikmynd: Godfather, Dr. Lovestrange and how i learned to stop worrying and love the bomb. Dark Knight

leikari: Jack Nicholson.

leikkona: Meryl Streep

bók: Glæpur go refsing eftir Dostojevski

matur: mexikanskur og sushi
matsölustaður: sushi barinn í iðnó og Argentínalag: öll lög með I´m not Einstein
hljómsveit: I´m not Einstein
staður á Íslandi: Hvammur í fljótum og Vopnafjörður
staður erlendis: Köben er æði, svo líka Dundee í Skotlandi
lið í NBA: Boston
lið í enska boltanum: Man Utd. Er að horfa á MUTV núna!!
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Össur Skarphéðins
alþingiskona: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
heimasíða: Karfan.is, fotbolti.net, surfthechannel.com og myspace 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða vel 2-3 tímum fyrir leik og drekk mikið vatn, afslöppun en ekki of mikil 

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Bæði, maður lærir af mistökunum í báðum en maður lærir hve sæt tilfinningin er af sigri og hve mikið þig langar í það aftur og einnig hve sárt er að tapa.  


Furðulegasti liðsfélaginn? Jovana Jankovic er furðulegt apparat, einnig Petrúnella Skúladóttir, báðar mjög sérstakar en yndislegar 
 


Besti dómarinn í IE-deildinni? Jón Guðmundsson
 

Erfiðasti andstæðingurinn? Bara stóru stelpurnar sem eru haus stærri en ég þegar ég þarf að spila undir körfunni. 


Þín ráð til ungra leikmanna?  Hafa gaman að því sem þið eruð að gera og elta draumana annars sjáið þið eftir því. Einnig að æfa vel.
 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?  

Hvað finnst þér um handbolta?     

Fréttir
- Auglýsing -