Um nýliðna helgi fór fram leikur Snæfels og Grindavíkur sem lauk með stórsigri toppliðs og meistara Snæfelsstúlkna. Í leiknum átti sér stað ljótt brot Kristinu King þegar hún keyrði inn í teig Snæfels með olnboga á undan sér. Hægt er að sjá brotið á myndbandi sem sent var á okkur í dag. Vissulega ljótt brot en ekkert var dæmt. Ingi Þór Steinþórsson sagðist hafa sent myndbandið á formann dómaranefndar, Rúnar Birgi Gíslason. “Þetta myndband kom í okkar hendur of seint. Samkvæmt reglum aganefndar verða kærur að vera komnar til þeirra innan tveggja sólarhringa eftir að leik líkur. Þetta er ekki regluverk okkar dómaranefndar heldur hjá aganefndinni. Við höfum sent inn til aganefndar eftir að kæru fresti líkur og því hefur ávalt verið vísað frá. Þannig að við sáum ekki ástæðu til að senda þetta inn.” sagði Rúnar í viðtali við Karfan.is
“Þetta er ljótt bort á ekki að sjást í þessari fallegu íþrótt okkar. Ég hefði viljað sjá þó það hefði ekki verið meira en sóknarvilla. Hildur kveinkaði sér eftir þetta og meira segja daginn eftir og höggið hefur því verið töluvert. Það er ekki áætlun mín að koma neinum í bann en ég var því miður upptekinn við landsliðsstörf og með unglingaflokk á sunnudag og komst því ekki í þetta fyrr en á mánudag. Ég vil skora á dómaranefnd að senda þetta í það minnsta inn til aganefndar og láta þá úrskurða um málið frekar en að gera það sjálfir.” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfels
Í regluverkinu segir vissulega að kæra skal berast á borð aganefndar tveimur sólarhringum frá kæranlegu atviki. Enn fremur segir að ef kæra berst eftir þann frest þá sé aganefnd heimilt að vísa viðkomandi kæru frá, og þá heimilid hefur aganefnd nýtt sér ef miðað er við það sem Rúnar Birgir segir í samtali.



