spot_img
HomeFréttirÖllu til tjaldað í Smáranum

Öllu til tjaldað í Smáranum

Fjórða viðureign Breiðabliks og Vals í undanúrslitum 1. deildar karla fer fram annað kvöld í Smáranum og er öllu til tjaldað í Kópavogi en Breiðablik getur náð í oddaleik í einvíginu með sigri. 
 

Leikur Breiðabliks og Vals síðastliðinn mánudag var mikil rússíbanareið, en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir Val og því mikil pressa á Blikum að vinna. Gera má ráð fyrir að leikurinn á fimmtudaginn verði því æsispennandi og hvetjum við körfuboltaunnendur, til að mæta og horfa á þetta stórskemmtilega einvígi. 

Það verður öllu tjaldað til í Smáranum. Blikar opna húsið kl.18:15 og byrja á að grilla hamborgara fyrir svanga aðdáendur. Börger og gos á litlar 1.000 krónur. 

Fyrir leikinn, kl. 18:50, mætir Herra Hnetusmjör, tryllir lýðinn og rífur upp stemminguna. Í hálfleik mætir svo danshópur frá Dansstúdíó World Class með áframhaldandi stemmingu og gleði.

Þau sem ekki komast í Smárann á fimmtudaginn, geta fylgst með leiknum á BlixTV heima úr stofu, en þeir Máté Dalmay og Hraunar Karl Guðmundsson munu lýsa gangi leiksins.
https://livestream.com/accounts/1946688/events/7163550
 

Fréttir
- Auglýsing -