spot_img
HomeFréttirÖll spjót beinast að deildarmeisturunum

Öll spjót beinast að deildarmeisturunum

 

Í kvöld hefjast undanúrslitin í Domino´s deild karla. Íslandsmeistarar KR og Njarðvík ríða á vaðið í DHL-Höllinni en eins og glöggir vita þá hefur KR heimaleikjaréttinn sem deildarmeistari. Öll liðin í undanúrslitum þetta tímabilið eiga það sammerkt að hafa áður leikið til úrslita eða frá árinu 1984 þegar úrslitakeppnin hóf göngu sína.

 

Aðeins Tindastóll hefur ekki hampað Íslandsmeistaratitlinum en það hafa KR og Njarðvík gert margsinnis og Haukar einu sini. 

Njarðvíkingar eru það lið sem oftast hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitakeppni eða samtals 11 sinnum. Þá er athyglisvert að geta þess að Njarðvíkingar eru eina liðið af þeim fjórum sem eftir standa sem mætt hafa öllum hinum þremur liðunum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn: 1985 gegn Haukum, 1986 gegn Haukum, 1988 gegn Haukum, 1998 gegn KR, 2001 gegn Tindastól, 2007 gegn KR en 2007 er einmitt síðasta árið sem Njarðvíkingar komust í úrslit. 

Þá er athyglisvert að skoða hvað tölurnar benda hávært á KR því átján sinnum hafa deildarmeistarar orðið Íslandsmeistarar frá árinu 1984. Liðið úr 2. sæti hefur 7 sinnum orðið Íslandsmeistari, liðið úr 3. sæti hefur 3 sinnum orðið Íslandsmeistari og liðið úr 4. sæti hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari. Óhætt er því að segja að gengi liðanna í deildarkeppninni segi nokkuð mikið til um úrslitakeppnina. Síðast gerðist það árið 2011 að deildarmeistarar urðu ekki Íslandsmeistarar en þá hafnaði KR í 2. sæti deildarkeppninnar en fagnaði svo þeim stóra eftir að Snæfell varð deildarmeistari. 

Árangur liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðan 1984:

KR:
6 Íslandsmeistaratitlar
2 silfurverðlaun 

Njarðvík: 
11 Íslandsmeistaratitlar
3 silfurverðlaun

Haukar: 
1 Íslandsmeistaratitill
3 silfurverðlaun

Tindastóll:
0 Íslandsmeistaratitlar
1 silfurverðlaun

Fréttir
- Auglýsing -