11:17
{mosimage}
Samþykkt hefur verið þingskjal 15 á 47. ársþingi KKÍ að Flúðum en samþykkt þingskjalsins felur í sér að öll lið í efstu deild karla og kvenna og 1. deild karla skulu taka upp sína heimaleiki og koma á DVD form og senda í pósti til KKÍ næsta virka dag eftir leik. Þetta á bæði við um deildar- og bikarleiki.
Í þessu felst að félögin geta síðan keypt leiki á kostnaðarverði af KKÍ, þ.e. leiki annara liða en sinna eigin. Ef félögin skila ekki inn af sér DVD disk af heimaleik sínum skulu þau sæta dagssektum að kr. 300 á dag þar til að leik hafi verið skilað en þó getur sektin ekki orðið hærri en alls 10.000 kr.
Brynjar Örn Steingrímsson, ÍBH lagði fram tillöguna en tillögunni hefur verið vísað til nánari úfærslu af stjórn KKÍ og verður hluti af reglugerðum fyrir körfuknattleiksmót á næsta tímabili.