spot_img
HomeFréttirÖll landslið Íslands komin í fatnað frá PEAK

Öll landslið Íslands komin í fatnað frá PEAK

Í gær afhenti PEAK umboðið Körfuknattleikssambandi Íslands fatnað og annan búnað í Laugardal. Með þessum búnaði eru öll landslið Íslands í körfuknattleik komin í fatnað frá PEAK segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Í tilkynningunni segir ennfremur:
 
Körfuknatteikssamband Íslands vinnur metnaðarfullt starf með landsliðin sín og verður árið 2012 stærsta keppnisár landsliðana í langan tíma. Yngri landsliðin eru að fara á NM mót núna í maí og seinna í mánuðinum fer A-lið kvenna til keppni á Norðurlandamótið í Noregi. A-lið karla hefur svo keppni í undanriðli EM í haust og erum við hjá PEAK mjög ánægð að fá að taka þátt í þessu starfi. 
Fréttir
- Auglýsing -