spot_img
HomeFréttirÓlíku saman að jafna í úrslitaeinvíginu

Ólíku saman að jafna í úrslitaeinvíginu

 
Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna hefst í dag kl. 16:00 í Toyota-höllinni. Keflavík hafnaði í 2. sæti deildarkeppninnar en Njaðrvíkingar sem léku í B-riðli síðari hluta mótsins höfnuðu í 5. sæti eða 1. sæti B-riðils en þetta er í fyrsta sinn í núverandi keppnisfyrirkomulagi úrvalsdeildar kvenna sem lið úr B-riðli leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Ólíku er saman að jafna þegar árangur liðanna er skoðaður í sögulegu samhengi. Keflavík hefur 12 sinnum orðið bikarmeistari og 13 sinnum Íslandsmeistari en Njarðvíkingar eiga engan stórtitil að baki í meistaraflokki kvenna.
 
Fyrsta viðureign liðanna er í dag kl. 16:00 og ljóst að Reykjanesbær verður með athyglina á þessari rimmu næstu daga.
 
Mynd/ Helgi Helgason: Anna María Ævarsdóttir og Birna Valgarðasdóttir bítast um djásnið.
Fréttir
- Auglýsing -