“Eins og staðan er akkúrat núna býst ég ekki við því að spila á föstudaginn,” sagði Guðmundur Jónsson í samtali við Karfan.is fyrr í dag. “Annars er aldrei að vita.”
Skýringin á meiðslum Guðmundar er að hans sögn að hann hafi verið að fást við útbungun í baki eða brjósklos á byrjunarstigi í nokkur ár. Hann hefur haldið sér í þolanlegu ástandi með hjálp sjúkraþjálfara og nuddara en versnaði skyndilega í seinustu viku.
“Það hjálpaði heldur ekkert að spila fyrsta leikinn á móti Haukum því þá var ég orðið frekar slæmur,” sagði Guðmundur en hann bætti því við að það hafi verið mjög erfitt að horfa á annan leik liðanna.
“Ég hef aldrei verið jafn stressaður að horfa á einn leik. Að geta ekki farið inn á hjálpað er alveg glatað, en þeir verða vonandi ekki fleiri sem ég þarf að horfa á.”



