Leikið var í spænsku ACB deildinni í kvöld og var hlutskipti þeirra Hauks Helga Pálssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar ólíkt, Manresa vann Fuenlabrada 79-73 en Zaragoza tapði 82-66 fyrir Valencia.
Jón Arnór var ekki í byrjunarliði Zaragoza en spilaði í um 16 mínútur, skoraði 5 stig og tók 1 frákast.
Haukur var annan leikinn í röð í byrjunarliðinu hjá Manresa og skoraði 5 stig á þeim 14 mínútum sem hann spilaði. Liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina.