Meiðsli herja nú grimmt á hóp Inga Þór Steinþórssonar hjá Snæfell en í gær meiddust þeir Óli Ragnar Alexandersson og Sigurður Þorvaldsson. Óli Ragnar fékk leikmann ÍR ofan á ristina á sér og heyrði "smell" við sama andartak. Eftir að hafa farið á sjúkrahús í Stykkishólmi var hann sendur í Reykjavík til frekari skoðunar.
SIgurður Þorvaldsson meiddist svo illa á kálfavöðva en það er einmitt sá kálfi sem hefur veirð að plaga hann meira og minna í allan vetur. Óvíst er vitað sem stendur um hversu lengi eða hvort þeir verða frá.