11:47
{mosimage}
(Óli Ásgeir, aðstoðarþjálfari mfl. kvenna)
KR vann Breiðablik-B í 2. deild kvenna á þriðjudagskvöld og komst á topp deildarinnar ásamt Ármann/Þrótt. Karfan.is náði tali af Óla Ásgeir Hermannssyni, aðstoðarþjálfara KR, og spurði hann út í KR-liðið og 2. deildina.
Varðandi tímabilið fram að þessu sagði Óli ,,Mér líst nokkuð vel á tímabilið fram að þessu. Við erum búnar að spila tvo leiki og vinna þá báða sannfærandi. Við eigum Snæfell hérna heima á föstudag og það ætti vonandi að vera jafnari leikur.”
,,Við erum með nýtt lið í vetur. Af þeim sem spiluðu af einhverju viti í fyrra eru 3 eftir í liðinu. 7 stelpur eru ennþá í unglingadeild og 4 þeirra voru að spila hér í kvöld.” sagði Óli um breytingarnar sem hafa orðið á KR-liðinu frá því á milli ára og bætti við ,,Þetta eru ungar og efnilegar stelpur og við erum að byrja uppá nýtt hér í Vesturbænum. Við ætlum að búa til lið sem verður samkeppnishæft í efstu deild og það tekur tíma.”
Samkvæmt Óla verða mörg lið í baráttunni í vetur og nefnir hann Fjölni, Snæfell og Skallagrím einna helst. 2. deildin hefur einkennst undanfarin ár af því að 1 eða 2 lið hafa verið efst allt tímabilið. Í vetur gæti það breyst og deildin gæti orðið mjög spennandi.
mynd: kr.is/karfa