spot_img
HomeFréttirÖldungamót Þórs fært til 24. maí

Öldungamót Þórs fært til 24. maí

14:33

{mosimage}

Það má reikna með Molduxum galvöskum á Akureyri 

Öldungamót Þórs sem fyrirhugað var að halda daganna 10. – 11. maí nk. hefur verið fært aftur um tvær helgar og verður haldið 24. maí þar sem lokahóf KKÍ verður haldið laugardaginn 10. maí.

Þetta hefur í för með sér að öldungamótið verður ekki alþjóðlegt eins og ráð var fyrir gert þar sem dönsku liðin hafa ekki tök á að mæta á þessum tíma. Því verður mótið með svipuðum hætti og undanfarin ár.

Hins vegar er stefnt að því að halda aftur veglegt öldungamót síðustu helgina í september þar sem Danirnir munu mæta sterkir til leiks. Mun það mót verða ef að líkum lætur haldið á nýju parketlögðu gólfi íþróttahallarinnar.

Allar nánari upplýsingar um mótið gefur Hrafn Kristjánsson í síma: 822-9246 þá má senda fyrirspurnir í tölvupósti á hrafnkr[at]simnet.is

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -