spot_img
HomeFréttirÓlafur Troðslukóngur á leið til Þýskalands

Ólafur Troðslukóngur á leið til Þýskalands

16:45

{mosimage}

 

(Ólafur Ólafsson) 

 

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson Troðslukóngur Íslands er á leið frá Grindavík til liðs við unglingalið Eisbenären Bremerhaven í Þýskalandi. Eisbenären Bremerhaven leikur í þýsku Bundesligunni en úrvalsdeildarliðin halda einnig úti unglingadeild fyrir yngri leikmenn sína og þar mun Ólafur dvelja við körfuboltaiðkun og nám.

 

,,Ég var þarna úti í fríi í sumar og var að skoða gamlar slóðir,” sagði Ólafur í samtali við Karfan.is en hann bjó með fjölskyldu sinni í Þýskalandi á tímabilinu 2001-2002. ,,Ég leit við í gamla íþróttahúsinu mínu og spilaði þar aðeins með nokkrum strákum og eftir það var bara ekki aftur snúið,” sagði Ólafur sem mun gera eins árs samning við unglingalið Eisbenären Bremerhaven.

 

,,Unglingaliðin hjá liðunum í Bundesligunni spila öll saman í mjög sterkri deild,” sagði Ólafur sem ekki hefur fengið mörg tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Grindavík. ,,Ég fæ örugglega að spila meira úti en hér heima og þarna verða tvær æfingar á dag, lyftingaprógramm og almennt góð aðstaða. Maður fær þetta vart betra,” sagði Ólafur sem skiljanlega var sáttur við stöðu mála.

 

,,Ég mun gera eins árs samning og búa í íbúð með liðsfélaga í unglingaliðinu og það er ekki hægt að neita því að maður sé orðinn nokkuð spenntur,” sagði Ólafur sem heldur til Þýskalands seint í næstu viku.

 

Ólafur lék 19 deildarleiki með Grindvíkingum á síðustu leiktíð en samtals voru mínúturnar ekki nema 30 talsins og gerði hann að jafnaði 0,5 stig að meðaltali í leik.

 

[email protected]

Mynd: Þorgils Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -