spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÓlafur Ólafsson: "Svekkjandi tap en við verðum tilbúnir fyrir Stjörnuna"

Ólafur Ólafsson: “Svekkjandi tap en við verðum tilbúnir fyrir Stjörnuna”

Valsmenn tóku á móti sjóðheitum Grindvíkingum, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, að Hlíðarenda í kvöld í lokaumferð deildarkeppninnar. Valsmenn einnig verið á góðu róli undanfarið en töpuðu gegn Keflavík í síðustu umferð.En það voru Valsmenn sem voru heilt yfir mun sterkari í þessum leik, þrátt fyrir frekar slakan fyrri hálfleik, og þeir sigldu heim í höfn öruggum sigri, 91-76.

Nánar má lesa um leikinn hér.

Ólafur var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en fann ekki sóknarfjölina í síðari hálfleik en Karfan ræddi við hann eftir leik.

Nærvera hans og andi er Grindvíkingum gríðarlega mikilvæg og ef Óli sýnir svipaða takta í í úrslitakeppninni og hann gerði í fyrri hálfleik þá verður bara gaman að fylgjast með liðinu. “Við svekkjum okkur á þessu tapi í kvöld, en verðum síðan tilbúnir í leikina gegn Stjörnunni og við höfum fulla trú á að við getum gert góða hluti gegn þeim. Í fyrri hálfleik vorum við að gera það sem fyrir okkur var lagt og staðan í jafnvægi. Því miður þá fór þetta jafnvægi þegar þeir byrjuðu að spila svona góða vörn í síðari hálfleik, og þetta er eitthvað sem við verðum að laga; við þurfum að fylgja plani frá a til ö annars fer allt í hund og kött og liðsheildin verður fyrir höggi. Við getum unnið alla og gert frábæra hluti ef við fylgjum fyrirmælum og spilum sem lið en ekki einstaklingar.”

Viðtal: Svanur Snorrason

Fréttir
- Auglýsing -