spot_img
HomeFréttirÓlafur og Kane hetjurnar er Grindavík lagði Álftanes í naglbít í Smáranum

Ólafur og Kane hetjurnar er Grindavík lagði Álftanes í naglbít í Smáranum

Grindavík lagði Álftanes í Smáranum í 13. umferð Subway deildar karla, 87-84.

Eftir leikinn er Álftanes í 3.-5. sæti deildarinnar með átta sigra á meðan að Grindavík er í 6.-8. sætinu með sjö sigra.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn gífurlega spennandi undir lokin. Það voru þó Álftnesingar sem leiddu lengst af, en þegar mest lét í þriðja leikhluta voru þeir 15 stigum yfir. Undir lokin náðu heimamenn þó að vinna forystu nýliðanna niður og áttu bæði Ólafur Ólafsson og Deandre Kane gífurlega stórar körfur undir lokin sem tryggja Grindavík sigurinn, 87-84.

Atkvæðamestur fyrir Grindavík í leiknum var Ólafur Ólafsson með 23 stig og 4 fráköst. Fyrir Álftanes var Douglas Wilson bestur með 24 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -