spot_img
HomeFréttirÓlafur og Íris mikilvægust

Ólafur og Íris mikilvægust

Lokahóf kkd. Grindvíkur fór fram síðastliðna helgi þar sem nýliðið tímabil var gert upp og veittar viðurkenningar fyrir þá leikmenn sem þóttu skara frammúr. 

 

Meistaraflokkar félagsins léku á sitthvorum enda deildarinnar en karlalið Grindavíkur fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn KR og knúði fram oddaleik sem KR vann. Auk þess komst liðið í undanúrslit í bikar og því má segja að frábæru tímabili hafi lokið. Kvennaliðið aftur á móti gekk brösuglega, mikil meiðsl, þjálfarahringl og pappírsmál vegna erlenda leikmannsins hjálpuðu ekki til og á endanum endaði liðið í neðsta sæti Dominos deildarinnar. 

 

Viðurkenningar kvöldsins má finna allar hér að neðan:

 

Hjá meistaraflokki karla voru verðlaunahafar eftirfarandi:

 

Bestur í úrslitakeppninni – Dagur Kár Jónsson

Efnilegasti leikmaður – Ingvi Þór Guðmundsson

Mestu framfarir – Þorsteinn Finnbogason

Mikilvægasti leikmaður – Ólafur Ólafsson

 

Hjá meistaraflokki kvenna voru verðlaunahafar eftirfarandi: 

 

Besti leikmaður – Ingunn Embla Kristínardóttir,

Mikilvægasti leikmaður – Íris Sverrisdóttir

Efnilegasti leikmaður – Ólöf Rún Óladóttir.

 

Auk þess voru nokkrar viðurkenningar veittar og voru þær eftirfarandi:

 

Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott starf fyrir félagið, Guðmundur Bragason sem fékk blómvönd í tilefni fimmtugsafmælis síns, Ómar Sævarsson og Þorleifur Ólafsson fengu einnig viðurkenningar fyrir starf sitt fyrir félagið, Ólafur Ólafsson viðurkenningu fyrir að vera valinn í úrvalslið KKÍ og Jóhann Þór Ólafsson fyrir að vera valinn þjálfari ársins af KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -