spot_img
HomeFréttirÓlafur með 6 stig í fyrsta deildarleiknum

Ólafur með 6 stig í fyrsta deildarleiknum

15:23
{mosimage}

(Ólafur Ólafsson í leik með U-18 ára liði Íslands)

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson gerði sex stig í öruggum sigri hjá unglingaliði Eisbären Bremerhaven gegn SG FT/MTV Braunschweig í Þýskalandi í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Bremerhaven og urðu lokatölur 68-47 heimamönnum í vil.

Eins og fyrr segir gerði Ólafur 6 stig en hann tók einnig 2 fráköst og var með 4 stolna bolta á þeim 22 mínútum sem hann lék í leiknum.

,,Við spiluðum rosalega vörn allan leikinn og þeir skoruðu ekki yfir 20 stig fyrr en í þriðja leikhluta. Við hleyptum þeim inn í leikinn en peppuðum okkur vel upp fyrir lokasprettinn og unnum að lokum góðan sigur,“ sagði Ólafur í samtali við Karfan.is.

Næsti deildarleikur unglingaliðsins er sunnudaginn 26. október næstkomandi þegar liðið mætir Bramfelder SV á útivelli.

Tölfræði leiksins:

http://www.nbbl-basketball.de/linkit.php?menuid=61&topmenu=7&keepmenu=inactive&keepmenu=inactive

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -