Undir 20 ára lið kvenna leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal.
Eftir að hafa komist í gegnum 16 liða úrslit mótsins í gær með glæsilegum sigri gegn Hollandi mátti liðið þola tap í 8 liða úrslitunum gegn Litháen í kvöld, 96-76.
Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Íslands spjallaði við Körfuna eftir leik.



