spot_img
HomeFréttirÓlafur Jónas þjálfari og 15 leikmenn endurnýja samning

Ólafur Jónas þjálfari og 15 leikmenn endurnýja samning

 

Fyrir leik ÍR í undanúrslitum Dominos deild karla í gær gekk nýstofnaður meistaraflokkur kvenna félagsins frá áframhaldandi ráðningu á þjálfara sínum, Ólafi Jónasi Sigurðssyni. Liðið á sínu fyrsta tímabili nú síðast og var ekki langt frá því að komast inn í úrslitakeppni 1. deildarinnar.

 

Þá var einnig gengið frá nýjum samningum við leikmenn, en 15 skrifuðu undir í gær. Nöfn þeirra og fleira má lesa í fréttatilkynningu ÍR hér fyrir neðan. 

 

 

 

Fréttatilkynning ÍR:

 
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Ólaf Jónas Sigurðsson um að þjálfa meistaraflokk kvenna næstu tvö árin. Ólafur Jónas var þjálfari liðsins nú í vetur er ÍR endurvakti meistaraflokk kvenna eftir 12 ára hlé. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á fyrsta ári í deildinni og stefnan er sett á að gera enn betur á næsta tímabili og að liðið verði í fremstu röð innan fárra ára. Liðið hefur nú þegar hafið undirbúning fyrir næsta tímabil og stefnan er sett á að allir leikmenn verði í
toppformi þegar formlegt undirbúningstímabil hefst í ágúst.
 
Á sama tíma var einnig skrifað undir samning við 15 leikmenn er léku með ÍR í vetur. Hanna Þráinsdóttir mun fara í háskólanám í Bandaríkjunum næsta haust og spila með Georgian Court University en hún skrifaði einnig undir samning við ÍR enda er hún stór þáttur í uppbyggingu liðsins þótt hún verði erlendis næsta vetur. Aðrir leikmenn munu spila með liðinu á næsta tímabili ásamt þeim leikmönnum er bætast við hópinn í sumar.
 
Þær sem skrifuðu undir samning eru:
Birna Eiríksdóttir
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Elín Kara Karlsdóttir
Guðrún Eydís Arnarsdóttir
Guðrún Sif Unnarsdóttir
Hanna Þráinsdóttir
Hlín Sveinsdóttir
Hrafnhildur Magnúsdóttir
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir
Katla Marín Stefánsdóttir
Nína Jenný Kristjánsdóttir
Rannveig Bára Bjarnadóttir
Sigríður Antonsdóttir
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
Snædís Birna Árnadóttir
Fréttir
- Auglýsing -