spot_img
HomeFréttirÓlafur Ingi frábær er drengirnir lögðu Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar

Ólafur Ingi frábær er drengirnir lögðu Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi.

Í dag sigraði liðið lokaleik sinn í riðlakeppni mótsins gegn Úkraínu, 65-64.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins nokkuð jafn og spennandi. Ísland var skrefinu á undan í upphafi, en þegar í hálfleik var komið voru þeir þó aðeins tveimur stigum yfir, 36-34.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu þeir svo vel í að halda í þá litlu forystu sem þeir höfðu, voru 5 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þeir svo það sem þurfti til þess að vera enn með 5 stiga forystu þegar að tvær og hálf mínúta voru eftir. Þessar lokamínútur skoraði Ísland þó ekki aðra körfu, en gerðu nógu vel á varnarhelmingi sínum til þess að halda Úkraínu í aðeins 4 stigum. Því nokkuð tæpur, jafnframt góður eins stigs sigur að lokum, 65-64.

Ólafur Ingi Styrmisson átti stórleik fyrir Ísland í dag. Skilaði 25 stigum, 17 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næst leikur liðið gegn Bretlandi komandi fimmtudag kl. 18:30 í umspili um sæti 9-16 á mótinu.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik

Fréttir
- Auglýsing -