spot_img
HomeFréttirÓlafur Helgi þríbrotinn á úlnlið: Frá næstu þrjá mánuði

Ólafur Helgi þríbrotinn á úlnlið: Frá næstu þrjá mánuði

 
Ólafur Helgi Jónsson leikmaður Njarðvíkinga er þríbrotinn á vinstri úlnlið eftir slæmt fall í æfingaleik með Njarðvíkingum gegn U18 ára landsliði Íslands. Samkvæmt læknum verður hann frá næstu þrjá  mánuðina eða svo. Mikil blóðtaka fyrir U20 ára landslið Íslands sem tekur þátt á Evrópumeistaramótinu í sumar.
Þá er þetta ekki síður áfall fyrir Njarðvíkinga sem undanfarið hafa gengið í gegnum gríðarlega leikmannabreytingar en Ólafur Helgi er einn af þeim ungu leikmönnum sem nýverið framlengdu hjá félaginu og eru miklar vonir bundnar við hans framlag í liðinu á næstu leiktíð.
 
Ólafur Helgi meiddist þegar hann missti tak á körfuhringnum eftir troðslu með þeim afleiðingum að hann féll úr mikilli hæð og lenti á vinstri hönd sinni með fyrrgreindum afleiðingum.
 
Á síðustu leiktíð fékk Ólafur töluvert að spreyta sig í úrvalsdeild með Njarðvíkingum og átti sinn besta leik eftir áramót með grænum gegn Hamri í Hveragerði þar sem hann gerði 15 stig í leiknum.
 
Mynd/ Ólafur Helgi var valinn besti leikmaðurinn í úrslitaleik Íslandsmótsins í unglingaflokki þegar hann nánast einn síns liðs slökkti í KR-ingum með 40 stigum og 20 fráköstum!
 
Fréttir
- Auglýsing -